Sagan

Norræn bókmenntavika - úr metnaðarfullri hugmynd í stranga hefð

Norræn bókmenntavika hefur í yfir 20 ár verið menningarverkefni sem stefnir að því að miðla lestrargleði, bókmenntum og norrænni frásagnarhefð þvert yfir landamæri. Það sem hófst árið 1995 sem metnaðarfull hugmynd, hefur gegnum árin orðið að árlegum viðburði með um það bil 165 þúsund þátttakendum, ungum sem fullorðnum.

 

Draumur um að styrkja norræna frásagnarhefð

Í ágúst 1995 skipulagði nýstofnaða PR-félagið fyrir Norræn bókasöfn hugmyndamálþing í Kaupmannahöfn. Málþinginu lauk með fundi þar sem þátttakendur náðu samkomulagi um að þróa áfram hugmyndina um sameiginlega norræna myndbirtingu á bókasöfnum. Stefnt var að því að gera norræna frásagnarhefð sýnilega, og miðla norrænum bókmenntum á öllum Norðurlöndunum. PR-félagið fyrir Norræn bókasöfn og Norræna félagið hittust því 1995 og skipuðu sameiginlegan vinnuhóp sem vann markvisst með ásetninginn. Grunnhugmyndin, sem verkefnið byggir á, er sú sama í dag og árið 1995 - þegar sem dimmast er á Norðurlöndunum kveikjum við kerti og komum saman til að lesa og hlusta á sögur úr bókmenntaheiminum.

 

Stian Hole (1)_ Geir Egil Skog popup_Jakob Mellåker

 

 

Orðið á Norðurlöndunum

Árið 1997 var allra fyrstu Norrænu bókmenntavikunni hleypt af stokkunum, undir heitinu Norræn bókasafnavika, með þemanu 'Orðið á Norðurlöndunum'. Í dag er Norrænu bókmenntavikunni stjórnað af Sambandi Norrænu félaganna, með fjárhagsstuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Á hverju ári fær verkefnið mikilvæga ráðgjöf frá faghópi Norrænu bókmenntavikunnar. Faghópurinn samanstendur af einum fulltrúa frá öllum svæðum Norðurlandanna, og hefur afgerandi áhrif á þemaval og hvaða upplestarbækur sem verða fyrir valinu á Norrænu bókmenntavikunni.

 

Upplestur fyrir börn í dagrenningu

Þegar Norræn bókmenntavika var haldin í fyrstu skiptin, náði verkefnið aðallega til fullorðinna. Árið 1999 var Emil í Kattholti valin sem upplestrarbók, og þar með víkkaði verkefnisramminn og börn urðu hluti af markhópnum. Síðan hefur þátttakendafjöldi barna og ungmenna vaxið með ári hverju, og í dag eru flestar skráningar frá skólum.

 

Norræn bókmenntavika yfir enn fleiri landamæri

Allt frá fyrsta viðburði Norrænu bókmenntavikunnar árið 1997 hefur verkefnið náð víðar en til Norðurlandanna. Verkefnið nýtur mikilla vinsælda í Eystrasaltslöndunum. Árið 2016 voru þar samtals 1000 skráðir skólar og bókasöfn frá öllum þremur löndunum.

Árið 2016 hélt Norræn bókmenntavika uppá 20 ára afmæli sitt með þemanu 'Framtíðin á Norðurlöndunum'. Norræn bókmenntavika horfir stolt um öxl á öll góðu árin með upplestrarviðburðum, og vinnur áfram að því að verkefnið fái að gleðja bæði unga og fullorðna bókmenntaunnendur. Síðustu ár hafa t.d. fleiri leikskólar skráð sig á Norrænu bókmenntaviku, og við höldum áfram að stuðla að því að þau yngstu fái líka að taka þátt í upplestrinum. Árið 2016 voru yfir 2000 stofnanir skráðar á Norræna bókmenntaviku með um það bil 165 þúsund þátttakendum. Þessi mikli fjöldi sýnir glöggt að upprunaleg hugmynd verkefnisins frá árinu 1995 lifir sterku lífi og að upplestur er eftirsóttur af bæði börnum og fullorðnum. 

 

Banner NBV 20 år, uten

 

 

 

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)