Rökkurstund

 

KATRINA - SALLY SALMINEN 

 

Citattegn

Nagandi kvíði hafði náð tökum á Katarinu […] Hana dreymdi um gyllta hveitiakra og ilmandi ávexti - sérstaklega epli, sem uxu þarna langt fyrir sunnan á himnesku Álandseyjunum.

 

Fyrsta skáldsaga Sally Salminen, Katrina frá 1939, naut mikillar velgengni þegar hún var gefin út í fyrsta skipti og er nú álitin sígilt verk. Í bókinni fáum við að fylgjast með hinni ungu Katrinu frá Österbotten, sem freistast til að giftast fátækum sjómanni sem dregur upp fegraða mynd af framtíð þeirra. Þegar Katrina ferðast með honum til draumalandsins Álandseyja, kemur í ljós að veruleikinn er ekki jafn rómantískur og hún fær að upplifa stéttaskiptinguna á Álandseyjum. Hin stolta Katrina hættir ekki að berjast þrátt fyrir að hún verði fyrir mörgum áföllum og sagan um líf hennar í skerjagarðinum er stórkostleg lestrarupplifun.

Katrina
Upplesturinn í ár - tveir fyrstu kaflar bókarinnar:
- Í Österbotten (bls. 7-11)
- Þar sem eplin vaxa (bls. 12-24)

 

Útdráttur úr textanum til upplestrar verður aðgengilegur frá október fyrir þær stofnanir sem hafa skráð sig í bókmenntavikuna.