Stargate: jólasaga

 

"- Heyrið nú, sagði Tommy. Fólk kaupir tré, ekki satt? En hvað er það í raun að kaupa?"

Jólin nálgast í hverfinu Tøyen í Ósló. Við fáum að fylgjast með Ronja og eldri systur hennar Melissa sem vonast til að pabbi þeirra verði edrú á jólunum. Þegar pabbi þeirra getur ekki sinnt vinnunni sinni sem sölumaður á jólamarkaði, og fer í staðinn að hanga á kránni Stargate, þurfa systurnar að taka við og fara að selja jólatré á markaðinum. Í fyrstu er það Melissa sem fer að selja jólatré, en smám saman fer Ronja líka að hjálpa til við að selja kransa. Verðlaunahöfundurinn Ingvild H. Rishøi notar blöndu af nútíma hversdagsraunsæi og tilvísunum í klassísku norrænu sögurnar. Í Stargate segir hún jólasögu sem fjallar um von, svik og drauma úr sjónarhorni barns.

Stargate

Textabrot til upplestrar verða birt hér á síðunni 1. nóvember:
bls. 55-64 (sænska)
bls. 59-67 (norska) 
bls. 53-62 (danska)

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)