Norræni bókagleypirinn - Ef þú hittir björn

 

Bokbananen

 

Norræni bókagleypirinn (Den nordiska bokslukaren) veitir aðgang að ókeypis náms- og stuðningsefni um myndabækur frá Norðurlöndum á öllum norrænu tungumálunum. 

Norræni bókagleypirinn (Den nordiska bokslukaren) á að auðvelda fullorðnum lestur barnabóka frá hinum Norðurlöndunum með börnunum. Samið verður náms- og stuðningsefni um nýjar norrænar myndabækur sem sýna börnunum greinilega tengingu við norrænan bókafjársjóð undir handleiðslu fullorðna fólksins.

Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri. Norræna menningargáttin í Helsinki átti frumkvæði að verkefninu og hefur umsjón með því en Norræna ráðherranefndin fjármagnar það í þrjú ár.

Norrænn starfshópur semur stuðningsefnið en það eru barnabókaverðir, myndhöfundar, rithöfundar, kennarar og aðrir sem staðið hafa fyrir lestrarátaki í löndunum. Þær myndabækur sem fjallað verður um í náms- og stuðningsefninu hafa allar verið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.



Náms- og stuðningsefni: Ef þú hittir björn 

 

Penna

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)