Norræn spurningakeppni (quiz)

 

Hér má hlaða niður spurningunum ýmist í  word-skjali eða power-point skjali.

 

Spurningar:

1. Hvað heita tveir bestu vinir hennar Línu Langsokks?
2. Hvað heitir litla stelpan sem klædd er í rauðan kjól og hefur hárið í hnút efst á höfðinu? 
3. Hvert Norðulandanna hefur virk eldfjöll?
4. Hvaðan koma Inúítar?
5. Að hvaða dýri varð "litli ljóti andarunginn"?
6. Hvað heita náungarnir tveir sem búa inni í munninum á Jens?
7. Í hvaða landi/ríki með sjálfstjórn býr flest sauðfé miðað við íbúafjölda af öllum Norðurlöndunum? 
8. Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?
9. Hvað heita Eystrasaltslöndin þrjú?
10. Hvaða Norðurlandamál er skylt eistnesku?
11. Í hvaða löndum Norðurlandanna búa Samar?
12. Hvaða landsvæðum tilheyra eftirfarandi fánar? (sjá myndir). 

 

a) Dansk Flagg b) Grønlandskflagg c) Islandskflagg 

d) Norskflagg e) Svenskflagg f) Flag _of _Åland .svg

g) Finskflag h) Samisk Flagg i)Færøsk Flag 

 

Hvalba -suduroy

 

Svör:

1. Tommi og Anna
2. Mía litla
3. Ísland
4. Frá Grænlandi
5. Hann varð að svani
6. Karíus og Baktus
7. Færeyjum
8. Finnlandi
9. Eistland, Lettland og Litháen
10. Finnska
11. Svíþjóð, Noregi og Finnlandi
12. A) Danmörku  B)  Grænlandi  C) Íslandi  D) Noregi  E) Svíþjóð  F) Álandseyjum

      G) Samíska málsvæðinu  H) Færeyjum  F) Finnlandi

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)