Skugga-Baldur: skáldsaga - Sjón

 

Prófasturinn Baldur Skuggason er ein aðalpersóna sögunnar. Önnur mikilvæg sögupersóna sem fylgir allri sögunni er undarlegt afkvæmi kattar og tófu og má þar skynja séríslenska kímnigáfu höfundar. Skugga-Baldur er stutt skáldsaga og skiptist í fáa kafla. Á sumum síðum eru aðeins nokkrar línur með miklu millibili sem leiða hugann að víðáttum íslenskrar náttúru. Efnisfastur stíllinn vegur salt á mörkum prósa og ljóðs. Skugga-Baldur er einnig samtíðarsaga þar sem siðferðisleg álitamál eru tekin fyrir

Skugga-Baldur fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005. Í rökstuðningi dómnefndar segir:

" Skugga-Baldur leikur sér á mörkum ljóðs og prósa. Skáldsagan leitar á mið íslenskra þjóðsagna og beitir rómantískum frásagnarstíl í hrífandi sögu þar sem drepið er á siðferðislegum álitamálum samtíðarinnar."

Sjón er höfundarnafn Sigurjóns Birgis Sigurdssonar.

 

Ársins textabrot: "I (9. - 11. janúar 1883)", bls. 5-37 í íslensku útgáfunni frá 2003

Útgefandi: Bjartur

Error loading MacroEngine script (file: headerScript.cshtml)